Skilmálar á vefversluninni www.barnavorur.is

Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

Athugið að um netverslun gilda lög um rafræn viðskipti, sjá lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002, og lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000

Upplýsingar á vefversluninni eru birtar með fyrirvara um prentvillur eða innsláttarvilllur.
Öll uppgefin verð eru með virðisaukaskatti.


Afgreiðslutími og sendingartími

Afgreiðslutími eru 1-3 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist.
Við sendum yfirleitt pantanir af stað daginn eftir að greiðsla hefur borist okkur. Þar sem þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki getur þetta stundum tekið lengri tíma og þar af leiðandi setum við upp 1-3 daga viðmiðið.

Sendingartími er háður afgreiðslutíma Póstsins, og leggst sendingartími við afgreiðslutímann. Sendingartími í bréfum er yfirleitt 1-2 dagar.
Bögglar eru oftast sendir sem rúmfrek bréf eða ef þeir eru stærri sem bögglapóstur. Flestar pantanir eru þannig sendar með Póstinum en það kemur fyrir að við keyrum pantanir út sjálf. Bögglar sendir sem rúmfrek bréf eru samkvæmt gjaldskrá okkar: Íslandspóstur (afhending á pósthúsi). En þá sendum við böggulinn þannig að viðtakandi sækir hann á næsta pósthús. Séu bögglar sendir samkvæmt gjaldskrá okkar sem: Íslandspóstur (heimkeyrsla) eru þeir sendir sem pakkar en það þýðir að þá fá þeir sendingarnúmer sem hægt er að rekja og eru sendir alla leið heim til viðkomandi. Athugið þó að heimkeyrslu er ekki hægt að fá á alla staði á landinu, heldur einungis þá staði sem Íslandspóstur tilgreinir á heimasíðu sinni, sjá hér. Athugið einnig að þó svo að viðkomandi greiði fyrir heimsendingu með Íslandspósti ábyrgjumst við ekki að pakkinn komi alla leið heim, þar sem ef viðkomandi er ekki heima eða ef Íslandspóstur sendir ekki alla leið heim til þín fer pakkinn á næsta pósthús. 

Undantekning á afgreiðslufresti eru nafnasnuðin en afgreiðsla þeirra eru um það bil 14 dagar.
Ástæða þess er sú að þessar vörur eru sérpantaðar og við þurfum að bíða eftir því að fá vörurnar til okkar frá okkar samstarfsaðila áður en við getum sent þær til viðtakanda. Því miður kemur það fyrir að pantanir séu lengur á leiðinni en vonast er eftir og í þeim tilfellum getur afgreiðslutíminn orðið aðeins lengri.


Greiðslumöguleikar

Hægt er að velja um að greiða vörugjald með því að staðgreiða inn á bankareikning fyrirtækisins (innan viku) eða greiða með greiðslukorti á heimasíðunni.


Greiðslufrestur og afpöntun

Sé pöntun ekki greidd innan viku áskiljum við okkur rétt til þess að líta á það sem afpöntun.
Við hvetjum þó alla til þess að hafa samband ef gleymst hefur að greiða.


Sendingarkostnaður

Sendingargjald pakka er miðað við kostnað á sendingum hjá Íslandspósti.
Lægra gjald er tekið fyrir minni vörur sem geta farið sem bréfpóstur. Athugið þó að Íslandspóstur rukkar fyrir böggla þegar um snuð er að ræða.
Einnig er hægt að fá sendinguna heim að dyrum með Íslandspósti (sé heimilið staðsett þannig að Íslandspóstur heimili það) og er þá sendingarkostnaðurinn aðeins dýrari.
Pöntun sótt: Einnig er hægt að sækja pantanir til okkar í Grafarovoginn á þriðjudögum og fimmtudögum mill kl. 17 og 18.


Skilafrestur

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupum ef varan er ónotuð,  í upprunalegum umbúðum og framvísað er sölukvittun. Endurgreiðsluverð miðast við verð á sölukvittun.

Ekki er hægt að skila persónulegum vörum, nafnasnuðum, vegna persónulegs eðlis þeirra vara. Einungis er hægt að skila persónulegum vörum ef um galla er að ræða.

Að sjálfsögðu er alltaf hægt að skila gölluðum vörum.

Ef vöru er skilað án þess að hún sé gölluð borgar viðskiptavinur sendingakostnaðinn fyrir að senda hana aftur til Alvis ehf. En einnig er hægt að koma vörum til okkar á heimilisfang fyrirtækisins: Hverafold 92, 112 Reykjavík

Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst: barnavorur(hjá)barnavorur.is eða í gegnum síma 773-8100 til þess að skila vöru.


Pantanir

Alvis ehf. varðveita alla gerða kaupsamninga.

Ef eitthvað í pöntunarferlinu fer úrskeiðis, eða ef óskað er eftir einhverjum upplýsingum skal sendur tölvupóstur á barnavorur(hjá)barnavorur.is eða í gegnum síma: 773-8100.

Allar upplýsingar um notendur heimasíðunnar www.barnavorur.is eru varðveittar á tryggann hátt.

Vöruleit

Karfa

cart
Karfan er tóm

Vörur